Núna erum við að leggja af stað heim til Grundarfjarðar. Við erum búnir að fá skammtinn okkar c.a. 30 tonn af þorski + eitthvað af öðrum tegundum og gæti því heildar aflinn verið um eða yfir 40 tonn. Við eigum að vera komnir inn til löndunar fyrir kl. 7:00 í fyrramálið en ég þarf að vera mættur í vélskólann í Reykjavík kl. 9:45.