Ég er núna að fara í frí af sjónum til að fara í próf í Vélskóla Íslands, auk þess sem ágætt er að slappa af í nokkra daga.
Ég var að skoða veðrið sem var í Grundarfirði 1.des. s.l. en þá fór vindur í 43m/s í hviðum en 10 mínútna meðaltal var 35m/s. Svona getur nú sunnan áttin verið erfið. Ég tók hins vegar eftir því að í morgun var rigning og rok, en meðal vindhraði (10 mínútur) fór ekki yfir 14m/s en í vindhviðum náðist allt að 32m/s.
Ég kíkti í kaffi til Palla, vinar míns og fyrrverandi vinnufélaga, og var hann bara mjög ánægður með lífið. Konan hans var byrjuð að baka fyrir jólin og naut ég góðs af því.