Þá er maður víst kominn í jólafrí!!! Og svo fæ ég líklegast fréttir í dag um hvort ég fái landvistarleyfi í „Far far away“ en maður vonar bara það besta.
Svo verður maður nú að segja ljóta sögu af eitthverjum vinnufélaga mínum, en eitthver gerðist svo óheiðarlegur að stela frá mér fisk sem ég var búinn að hafa fyrir að flaka fyrir mína nánustu og er nú spurning hvort að ég kæri ekki verknaðinn til lögreglunar (Óla Storms anda átti hann að fá hluta af fisknum) eða ………????? Er reyndar með ágæti hugmynd að refsingu, en hún er á þann veg að þegar ég mæti til vinnu á næsta ári verður hafður fiskur í hvert mál þangað til eitthver eða eitthverir taka sig til og flaka fyrir mig a.m.k. sama magn og var stolið af mér. Þannig að þá verður bara öllum refsað fyrir verknaðinn og verði þeim að góðu.