Var nú í sambandi við „far far away“ og fékk þau svör að ég fengi upplýsingar um landvistarleyfið í fyrramálið. Hvernig í ósköpunum á Íslendingur að geta beðið eftir eitthverju þar til daginn eftir, hvað þá í marga daga. Það er nú ekki eins og maður sé eitthvað þolinnmóður. Svo er nú eftir að gera helling fyrir jólinn, en fegnastur er ég þó að vera ekki heima um jólin og verður því ekkert jólaskraut fyrir utan litla sæta jólatrésins okkar Franks.
Svo finnst mér alltaf gaman að skoða hvernig heimsóknarvenjur fólks á vefinn minn eru, en Tommi virðist alltaf kíkja í heimsókn á virkum dögum milli kl. 10:30-12:15 úr vinnuni, Eyrún virðist einnig alltaf kíkja í vinnunni en tímasetningin getur verið allur dagurinn. Svo eftir að Jónas skipstjóri endurnýjaði tölvuna sína og fékk sér vdsl.is tenginu þá virðist ég ekki getað fylgst með honum lengur. Var reyndar ofur einfalt áður þar sem hann var með Windows ME og IE 5.5 vafra og ISDN aðgang hjá símanum. Svo kíkir víst Hilmar hennar Steinunnar hérna stundum en það gætu líklegast verið aðeins tvær manneskjur í Danmörku að skoða síðuna mína reglulega. Svo hún Louise kíkir stundum frá tengingunni xxxxxx.umea.se og svo Emilia með eitthvað .ca Svo eru stundum eitthverjar dularfullar heimsóknir frá tölvum sem ég næ engan veginn að skilja hver er að nota. T.d. er ég búinn að fá a.m.k. tvær heimsóknir frá xxx.althingi.is s.l. viku og einnig fengið nokkrar heimsóknir frá Norræna fjárfestingarbankanum xxx.nib.int. Það er samt alltaf gaman að vita að eitthverjir merkilegir menn séu að skoða síðuna mína og það reglulega. Hvað skyldu þeir á alþingi vera að lesa? Ætli verði sett lög sem banna mér að nota internetið? Eða verður mér boðið sæti á framboðslista fyrir næstu kostningar? Skyldi Norrænni fjárfestingarbankinn vilja fjárfesta í lognid.is? Skyldu þeir vilja lána mér peninga til að kaupa „Far far away“? Þetta vekur upp margar spurningar hjá mér og væri auðvitað gaman að þetta fólk skrifaði í gestabókina mína, þó ekki væri nema bara nafn og hvernig þeir fundu síðuna mína.