14.4.2005

Sæl öll, núna er ég víst kominn heim og farinn aftur!!! Kom til landsins á mánudaginn og er búinn að vera í Reykjavík að hjálpa mömmu og Friðjóni að flytja smá, en þau eru búinn að kaupa sér nýja íbúð og selja þá gömlu. Þau munu samt ekki flytja alveg fyrr en síðar í mánuðnum. Ég hins vegar kom til Grundarfjarðar í nótt um kl. 2 og fer/fór aftur fljótlega eftir það til Reykjavíkur aftur. Ég mun svo á morgun fljúga austur á Egilsstaði og taka rútu til Eskifjarðar þar sem ég mun fara á sjóinn með Bjössa á Tjaldi SH-270. Tjaldurinn sem er gerður út af Brim er á grálúðunetum. Ég mun svo koma í land aftur fimmtudaginn 21.apríl og kem til Grundarfjarðar fljótlega eftir það, þar sem vonandi verður farið á sjóinn á Grundfirðingi fljótlega eftir það. Eftir þennan túr með Tjaldinum verð ég á árinu búinn að vinna hjá öllum helstu útgerðarfyrirtækjum landsins þ.e. Soffaníasi Cecilssyni, Guðmundi Runólfssyni (3 dagar), Samherja (Sæból) (5dagar), Brim (7dagar) og Sæfelli (5 dagar).
Auk þessa að ferðast til 4 landa og fljúga tæplega 10.000km í 8 flugferðum. Öll ferðasagan og myndir munu svo væntanlega koma inn eftir að ég kem heim næst, en auðvitað lenti maður í smá ævintýrum, ýmist vegna hversu utan við mig ég get verið eða með ýmislega öðruvísi hluti í öðruvísi löndum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *