17.3.2005 Poul Jepson (Palli danski) á afmæli í dag!!! Til hamingju með afmælið Palli!!!

Þá er maður víst orðin skipamella og síðast á sjó hjá einu stærsta útgerðarfyrritæki Íslands, Samherja. Mig hefur nú lengi langað til að prófa fara á sjó með þeim bræðrum Jóa og Óla Sigga og því var nú gaman að fá tækifæri til að róa á Þorvarði Lárussyni. Jói er reyndar ekki þar um borð því hann er skipstjóri á erlendum togara og því er Óli Siggi skipstjóri. Ég fór þarna tvær veiðiferðir og var sú fyrri aðeins 42klst og seinni 3 dagar. Í báðum túrum var fullfermi. Það kom mér svolítið á óvart hvað vinnuaðstaða er góð þarna um borð og fer vel með menn. Einnig var mannskapurinn allur mjög skemmtilegur og góður mórall um borð. Í fyrri túrnum var mjög mikið að gera og unnið allar vaktir og ekki laust við að maður hafi verið svolítið þreyttur eftir túrinn. Seinni túrinn var heldur rólegri og fengust því stundum smá pásur. Þess má nú geta að Þorvarður Lárusson SH var aflahæsti togbáturinn á Íslandi í febrúar og vonandi ná þeir því aftur í mars. Ég tók eitthvað af myndum þarna um borð sem munu birtast hérna fljótlega. Af áhöfninni á Þorvarði voru aðeins tveir menn sem ég hef róið með áður, þeir Illugi (frá Naustum) og Hlynur (aður kallaður Gubbi). Hlynur náði ekki að standa undir Gubba nafninu því hann ældi ekkert en þess í stað tók ég eftir hvað hann er orðinn svakalega snöggur í aðgerð og lest, enda var hann í uppeldisbúðum hjá mér á Grundfirðingi. Matsveinninn, Sævar (strandamaður) fær topp einkunn hjá mér fyrir góðan mat, hvort sem það var fiskur eða kjöt og einnig fyrir hvað hann er ótrúlega snöggur í aðgerð. Skipstjórinn var með eindæmum rólegur, stresslaus og ávalt með góðan húmor. Af öðrum góðum mönnum þarna voru Einar (stýrimaður), Kristófer (vélstjóri), Stebbi (vélavörður), Illugi (netamaður), Reynir Freyr, Hlynur (skipstjórasonur) og auðvitað ég.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *