18.2.2005

Í dag kom áhöfnin saman til fundar um stöðu mála varðandi Grundfirðing. Ljóst er að um tveggja mánaðar stopp er að ræða þar sem skipa þarf um stýrisbúnað, skrúfubúnað og gírinn verður yfirfarinn. Áhöfnin verður á kauptryggingu þann tíma sem við erum ekki að vinna hjá öðrum. Ljóst er að kauptrygging dugar fæstum til að framfleyta sér og borga heimilisreikninga á sama tíma og munu menn því væntanlega reyna koma sér í eitthver afleysingarstörf. Ég er nú búinn að fá einn netaróður með Grettir SH á mánudaginn og kannski eitthverja daga kringum næstu helgi. Annars ætla ég að fara sem farþegi með Garpnum í fyrramálið og mun myndavélin vera þar með í för. Hver veit nema maður skelli svo öllu upp í kæruleysi og fari bara til FarFarAway þar sem maður getur lifað eins og kóngur á kauptryggingunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *