19.3.2005

Það er víst ekki öll vitleysan eins, en eins og er þá hef ég ekki en fengið leyfi frá yfirvöldum í Moldavíu til að heimsækja landið og er staðan því ekki nógu góð. Ég hef þó nokkra valkosti í stöðunni og eru þeir: a) Held mínu striki og lendi í Moldavíu á þriðjudagskvöld og vona að pappírarnir verði klári en annars flytjast óviljugur í vinnubúðir í síberíu. b) Hringja í Sæma Rokk og biðja hann um að redda málunum, en hann er reyndar upptekinn af Bobby Fisher eins og er. c) Hringja í Steingrím J. og ganga í flokkinn hans og vonast til að kommunistastjórnin í Moldavíu gefi mér landvistarleyfi. d) Ég breyti ferðaáætluninni og hitti Tatiönu í Rúmeníu.
Ef ég vel kost D þá get ég notað tækifærið og heimsótt Dracula í Transilvaníu en Transilvanía er jú í Rúmeníu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Valmynd / Menu