19.5.2005

Samkvæmt frétt á mbl.is í dag þá „Fulltrúar Moldavíu fengu bestar viðtökur á lokaæfingunni“  Svo ég spái að Ísland og Moldavía komist áfram í aðalkeppnina.  Fulltrúar Moldavíu syngja um ömmu gömlu sem lemur trommuna allan daginn. Reyndar voru strákarnir í Moldavísku hljómsveitinni að halda fyrir mig kveðjutónleika kvöldið áður en ég fór frá Moldavíu síðast og þá mættu eitthverjir tugir þúsunda af fólki í miðborgina í Chisinau. Svo spái ég því að Svíþjóð nái ekki á topp 10 í ár en ég held að þeir séu vanir að eiga betri lög en núna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Valmynd / Menu