Í gær fór ég á sjóinn með Grettir og á morgun fer ég víst með þeim og verð líklegast með þeim fram á laugardag. Greinilegt að Hólmararnir geta ekki án mín verið. Vonandi breytist maður ekki í Hólmara af þessu öllu. Í dag gerði ég reyndar mjög lítið. Fór í kaffi til Dadda og svo eldaði ég mér kjúklinganagga fyllta með hvítlauksosti. Var þetta mjög gott en ég er alla jafna mjög latur við að elda heima hjá mér. Svo er reyndar á dagskránni að elda nautasteik fyrir Frank og Storminn í Stykkishólmi á laugardaginn.