21.3.2005

Í gær 20 mars átti Haraldur Róbert Magnússon afmæli!!!!!b

Í morgun lagði ég af stað til FarFarAway.  Fyrsti viðkomustaðurinn á leiðinni er Kaupmannahöfn, en þangað kom ég kl. 12 að Dönskum tíma í dag.  Ég byrjaði á að sækja farmiðanna fyrir seinni hluta ferðarinnar á flugvellinum í Kaupmannahöfn, en eftir að því var lokið ætlaði ég að skilja töskurnar eftir í geymsluhólfum á flugvellinum.  Þar sem eitthverjar framkvæmdir eru í gangi á Kastrup þá var ekki hægt að nota geymsluhólfin þar og fór ég því með allar töskurnar á aðaljárnbrautastöðina í geymsluhólf þar.  Síðan var tímanum eytt aðeins í borginni þar til kl. 15:30 að ég hitti elskulegu stjúpsystur mína (Helgu Stínu) á ráðhústorginu en þar höfðum við mælt okkur mót.  Við Helga fórum svo á kaffihús þar sem ég fékk mér Tuborg en hún kaffi.  Svo var farin smá skoðunarferð um, strikið, nýhöfnina, framhjá könungshöllinni en þar sást óperuhúsið einnig.  Svo fórum við heim til Helgu þar sem ég er að skrifa þennan texta.  Helga fór í söngtíma en þegar hún kemur til baka þá munum við fara eitthvað út að borða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *