Í gær mánudag, fór ég með Grettir SH 104 frá Stykkishólmi til netaveiða í Breiðafirði. Verkefni dagsins var að draga 6 trossur og leggja svo fjórar til viðbótar. Afli dagsins var nálægt 5 tonnum en hefði mátt vera meiri. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef unnið um borð í skipi frá Stykkishólmi og líklegast annað skipið sem ég hef unnið á sem ekki er skráð í Grundarfirði. Ég fór kíkti svo í kaffi til Stormsins og höfðum við feðgarnir ýmislegt að spjalla um og var ég því seint heima í gærkvöldi. Í dag setti ég svo upp spjallborð á síðuna mína og vona að þið verðið öll dugleg að skrifa eitthvað á spjallborðið. Spjallborðið er þannig uppsett að fólk þarf að skrá sig inn til að geta skrifað eitthvað þar, en bannað er að vera með mikil leiðindi. Til að komast inn á spjallborðið þá er tengill vinstramegin á síðunni og einnig í tenglasafninu efst á síðunni.