Í gær og í dag fór ég með Grettir SH-104 til netaveiða í Breiðafirði. Það er alltaf gaman að koma um borð í önnur skip og sjá hvernig menn vinna hlutina, önnur vinnubrögð, önnur andlit, önnur vinnuaðstað og fl. Grettir er stuttur og breiður á meðan Grundfirðingur er langur og mjór. Ég fer víst ekki aftur með þeim í bráð en Steini mætir aftur á mánudaginn, en hann eignaðist víst son í gær og óska ég honum bara til hamingju með enn einn erfingjann. En ef eitthver fer í frí þá mun Óskar hringja í mig.
Ég fékk víst þær fréttir í dag frá FarFarAway að ég komist ekki þangað fyrr en eftir 2-3 vikur og að mínum dómi er það allt of löng bið og mun það væntanlega stytta fyrirhugaða ferð eitthvað.