Þá er maður loksins heima, en er reyndar að fara á sjóinn í dag. Um daginn þegar ég var á Tjaldinum með Bjössa þá komum við í land á Akureyri, á sumardaginn fyrsta og flugum til Reykjavíkur. Þegar til Reykjavíkur kom fór ég að hjálpa móður minni að flytja í annað hús og svo fór ég með Óla bróðir heim til Grundarfjarðar. Daginn eftir mætti ég í vinnu kl. 8 um morguninn og fór svo á sjóinn um kvöldið. Komum svo aftur í land á þriðjudaginn og stoppuðum í 12 klst. Fórum svo aftur á sjóinn á þriðjudagskvöldið og komum á föstudagsmorgni (gær) í land, en þá fórum við Bjarni vélstjóri til Reykjavíkur og komum svo í gærkvöldi heim aftur. Þannig að ég er búinn að vera mjög lítið heima síðan 20 apríl s.l. Af þeim sökum hefur lítið verið uppfært á síðunni minni en ég hef samt aðeins verið að reyna koma inn nýjum myndum í nýja myndaalbúmið mitt sem má nálgast í valmyndinni vinstra megin á síðunni.