7.2.2005

Komum í land í morgun kl. 06:00 úr síðasta línuróðrinum í bili. Núna erum við að skipta yfir á þorskanet, sem er mjög svo skemmtilegt veiðafæri, auk þess sem við verðum í dagróðrum. All flestir áhafnarmeðlimir eru mjög svo spenntir fyrir þessari breytingu og er mikil tilhlökkun í mannskapnum, fyrir utan einn en í honum er smá skrekkur (Shrek) yfir þessu öllu saman. Einn ónefndur var orðinn svo spenntur í síðasta túr að hugur hans var búinn að leggja netin og var hann næstum byrjaður að draga þau líka. Eins og í fyrra þá verðum við með einn Ólsara, hann Danna, og virðist vera skapast eitthver hefð fyrir að hafa eins slíkan á netunum. En annars er það bara hin besta tilbreyting að skipta um veiðafæri auk þess sem það gefur möguleika á meiri launum. Þ.e. auðvitað ef kallinn klúðrar þessu ekki, hver veit?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *