Kom heim til Grundarfjarðar kl. 01:40 í morgun og var þá afskaplega þreyttur. Stoppaði aðeins hjá mömmu í Reykjavík og hitti þar fyrir bræður mína Óla Björn og Frank, og bauð mamma okkur upp á fisk sem var ofboðslega vel þeginn eftir heimkomuna. Svo mun ég víst fara á sjóinn í dag kl. 17:00 og því er enginn tími núna til að setja inn myndir eða ferðasöguna. Er reyndar búinn að skrifa megnið af ferðasögunni í fartölvunni meðan ég var úti og ætla ég að setja a.m.k. hálfa söguna hérna næst þegar ég verð í landi. Vill reyndar segja að þetta var ofboðslega skemmtileg ferð og gaman að sjá hvað allt er öðuvísi þarna í FarFarAway „Moldova“. Vona bara að það verði gott fiskirí og ég verði kominn heim á mánudagsmorguninn.