11.5.2008

Vill byrja á að óska mömmu minni og öllum öðrum mömmum til hamingju með mæðradaginn!

Hef ekki verið duglegur að uppfæra en hérna kemur þó eitthvað.

Þegar Elín María fæddist var hún 3.520 grömm, en 6 daga var hún 3.580grömm, 17 daga var hún 4.150 grömm og loks 24 daga var hún orðin 4.420 grömm. Sem sagt þá er stúlkan mín litla búinn að þyngjast um 900 grömm frá fæðingarþyngd sem er bara hið besta mál.  Hélt reyndar um daginn að ég gæti nú auðveldlega bara haldið á Elínu Maríu í fanginu og viktað okkur saman á hverjum degi til að sjá hvað hún er dugleg að stækka, vegna þess að ég er alltaf 99.990 grömm.  Vegna þess hélt ég um tíma að stúlkan hefði þyngst töluvert meira, en við nánari eftirgrennslan var um tæknileg mistök að ræða.

Fjölskyldan úti að labba
Tatiana & Elín María að labba skammt frá heimilinu okkar sem er í baksýn.

Elín María horfir yfir öxlina á ömmu sinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *