21.5.2008

Elín María stækkar og stækkar og er sífellt að upgötva nýja hluti er hún greinilega farinn að sjá ágætlega.  Hún er farinn að geta gripið utan um hluti eins og hárið á mömmu sinni, hálsfesti og í hálsmálið á fötunum okkar þegar við höldum á henni.  Hún er farinn að geta staðið í lappirnar með hjálp í nokrar sekúndur.  Henni líkar líka vel við sjálfvirku róluna sína og sofnar þar stundum.

Elín María var síðast viktuð föstudaginn 16.maí og var hún þá orðin 4.680 grömm.  Þann 29.maí fer hún í fyrstu heimsóknina á heilsugæslustöðina og verður meðal annars viktuð og lengdarmæld.  Svo núna vill ég að þið giskið á hvað hún verður búinn að lengjast mikið og hvað hún verður þung/létt?

Litla sæta stúlkan í baði
Tatiana og Elín María í Kópavoginum
Tatiana & Elín María úti í góðaveðrinu í Kópavogi
Elín María & Ég (Lognið) að hvíla okkur í sófanum heima

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Valmynd / Menu