Allt er orðið öðruvísi!!!

Það er ekki víst að maður sé búinn að fatta þetta almennilega, en það er mjög margt sem að verður öðruvísi við að verða pabbi.  Skrapp til Óla og Angelicu í gærkvöldi en þau voru með smá partý.  Konan komst auðvitað ekki þótt þetta væri í næsta húsi og ég stoppaði bara stutt.  Það verður sem sagt ekkert auðvelt að komast á mannamót á kvöldin þar sem allt mun snúast um prinsessuna.  En í gærkvöldi, í veislunni/partýinu þá vorum við nokkrir að spjalla um bíómyndir og svo bíóferðir og varð einum að orði að hann færi núna ekki nema c.a. tvisvar á ári í bíó og þá alltaf á barnamyndir, aldrei á stórmyndir sem honum langar að sjá sjálfum og þá sagði annar faðir, „ég get ekki svarað nema bræða úr heilanum“ en hann mundi ekkert eftir síðustu bíóferð en sagði að hún hefði örugglega verið áður en hann varð faðir fyrir rúmum 2 árum.

Svo á maður auðvitað eftir að sjá fullt af öðrum hlutum sem eru öðruvísi.

En það er reyndar búið að vera svaka gaman og ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.  En mér skylst að konan þurfi að hvíla sig sérstaklega vel þessa daganna því líðan hennar hafi mikil áhrif á barnið.  Þess vegna höfum við reynt að hafa það bara rólegt og höfum beðið marga sem hafa viljað koma og sjá dúlluna að bíða.  Reyndar komu Óli, Jolanta, Viktoría Ása & Frank í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Gat ekki séð betur en að Viktoría Ása hafi verið soldið hrifinn af littlu frænku sinni.

En nóg í bili.  Bara nokkrar myndir og svo smá getraun fyrir ykkur undir myndum dagsins!!!!!!!!

ENDILEGA SVARA!!!!!

Fyrsta myndin af fjölskyldunni!!!  f.v. Tatiana, Elín María & Bjarki (Lognið)

Elín María og ég (proud father)

Lítið barn, lítið vandamál!

Tatiana (the queen) & Elín María (the princess)

Spurning dagsins er:

Elín María er prinsessan.

Mamman (Tatiana) er drottningin.

Hvaða hlutverk hef ég þá???

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *