Ég á afmæli í dag!

Ég er 30 ára í dag!

Var nú að spá í að gera mér glaðan dag og fara á Krákuna og fá mér Lambafillet og kannski rauðvín með en þar er bara allt slökkt og ekki svarað í síma. Kannski eru Finni og Halla bara í haustfríi á Spáni?  Kannski maður panti sér þá bara pizzu á Kaffi 59.  En alla vega þá fer ég í kaffi og vöflur til Bjarka & Brynju í kvöld og eiga þau þakkir skyldar fyrir slíkt höfðinglegt heimboð á afmælisdaginn minn.