Yndislega konan mín og móðir stúlknana okkar á afmæli í dag!!!(þessi vinstramegin ef þið vissuð það ekki)Ég er búinn að halda henni upptekinni í allan dag og bauð henni út að borða í morgun og kvöldmat með ýmsu öðru skemmtilegu og fer hún vonandi glöð og þreytt að sofa á eftir!!!
Það er ótrúlegt stundum hve stutt er á milli gleði og sorgar í lífinu! Við höfðum rétt lokið við að fagna stórum ánægjulegum áfanga í lífunu þegar okkur barst sú fregn að móðir mín hafi yfirgefðið þetta líf allt of fljót! Ég er þó þakklátur fyrir að eiginkona mín og dætur okkar náðu að kynnast henni sem tengdamömmu, ömmu og vinkonu. Þín verður sárt saknað en hlýjar minningar munu ylja okkur um ókomna tíð!
Fannst það hafa verið um daginn sem við giftum okkur, en þegar ég fór að telja eru þetta víst 15 ár sem við eigum í hjónabandi!!!!Takk kærlega Tatiana!!!Au trecut 15 ani de când suntem căsătoriți de parca era numai ieri Mulțumesc mult Tatiana !!!
Elín María stækkar og stækkar og er sífellt að upgötva nýja hluti er hún greinilega farinn að sjá ágætlega. Hún er farinn að geta gripið utan um hluti eins og hárið á mömmu sinni, hálsfesti og í hálsmálið á fötunum okkar þegar við höldum á henni. Hún er farinn að geta staðið í lappirnar með hjálp í nokrar sekúndur. Henni líkar líka vel við sjálfvirku róluna sína og sofnar þar stundum.
Elín María var síðast viktuð föstudaginn 16.maí og var hún þá orðin 4.680 grömm. Þann 29.maí fer hún í fyrstu heimsóknina á heilsugæslustöðina og verður meðal annars viktuð og lengdarmæld. Svo núna vill ég að þið giskið á hvað hún verður búinn að lengjast mikið og hvað hún verður þung/létt?
Litla sæta stúlkan í baðiTatiana og Elín María í KópavoginumTatiana & Elín María úti í góðaveðrinu í KópavogiElín María & Ég (Lognið) að hvíla okkur í sófanum heima
Vill byrja á að óska mömmu minni og öllum öðrum mömmum til hamingju með mæðradaginn!
Hef ekki verið duglegur að uppfæra en hérna kemur þó eitthvað.
Þegar Elín María fæddist var hún 3.520 grömm, en 6 daga var hún 3.580grömm, 17 daga var hún 4.150 grömm og loks 24 daga var hún orðin 4.420 grömm. Sem sagt þá er stúlkan mín litla búinn að þyngjast um 900 grömm frá fæðingarþyngd sem er bara hið besta mál. Hélt reyndar um daginn að ég gæti nú auðveldlega bara haldið á Elínu Maríu í fanginu og viktað okkur saman á hverjum degi til að sjá hvað hún er dugleg að stækka, vegna þess að ég er alltaf 99.990 grömm. Vegna þess hélt ég um tíma að stúlkan hefði þyngst töluvert meira, en við nánari eftirgrennslan var um tæknileg mistök að ræða.
Fjölskyldan úti að labbaTatiana & Elín María að labba skammt frá heimilinu okkar sem er í baksýn.Elín María horfir yfir öxlina á ömmu sinni.