24.1.2005

Loksins tóks Microsoft að senda frá sér almennilegt forrit.  „Microsoft´s AntiSpyware tool“ en þetta forrit á áð fjarlægja spæjaraforrit og önnur skaðleg forrit úr tölvum og er það svo öflugt að það fjarlægir einnig hið marggallaða forrit Internet Explorer.  Ég mæli með að fólk setji upp „FireFox“, „Mozilla“ eða „Opera“ vafra á tölvunni sinni áður en þetta snilldar forrit er keyrt á tölvunni ykkar.  Lesið nánar frétt af vef.

29.08.2003

Í dag náðum við þeim ágæta árangri að fá yfir 300 fiska á einn rekka, en annars var þetta ágætis dagur. Við erum með farþega (iðnnjósnara) þessa veiðiferðina. Hann er stýrimaður á Örvari frá Rifi og er maðurinn kallaður Hemmi og er hann frá Ólafsvík. Þennan dreng hitti ég fyrst á Benidorm í ágúst 1994 og er hann fínn strákur, jafnvel þótt hann sé Ólsari. Þeir á Örvari eru einnig búnir að senda njósnara um borð í Faxaborgina, en núna er búið að setja beitningarvél um borð í Örvar.

Bjarni yfirvélstjóri er framar á myndinni og njósnarinn er fyrir aftan hann. (ekki í fókus eins og njósnara sæmir)
Valmynd / Menu