Í dag náðum við þeim ágæta árangri að fá yfir 300 fiska á einn rekka, en annars var þetta ágætis dagur. Við erum með farþega (iðnnjósnara) þessa veiðiferðina. Hann er stýrimaður á Örvari frá Rifi og er maðurinn kallaður Hemmi og er hann frá Ólafsvík. Þennan dreng hitti ég fyrst á Benidorm í ágúst 1994 og er hann fínn strákur, jafnvel þótt hann sé Ólsari. Þeir á Örvari eru einnig búnir að senda njósnara um borð í Faxaborgina, en núna er búið að setja beitningarvél um borð í Örvar.