17.3.2005 Poul Jepson (Palli danski) á afmæli í dag!!! Til hamingju með afmælið Palli!!!

Þá er maður víst orðin skipamella og síðast á sjó hjá einu stærsta útgerðarfyrritæki Íslands, Samherja. Mig hefur nú lengi langað til að prófa fara á sjó með þeim bræðrum Jóa og Óla Sigga og því var nú gaman að fá tækifæri til að róa á Þorvarði Lárussyni. Jói er reyndar ekki þar um borð því hann er skipstjóri á erlendum togara og því er Óli Siggi skipstjóri. Ég fór þarna tvær veiðiferðir og var sú fyrri aðeins 42klst og seinni 3 dagar. Í báðum túrum var fullfermi. Það kom mér svolítið á óvart hvað vinnuaðstaða er góð þarna um borð og fer vel með menn. Einnig var mannskapurinn allur mjög skemmtilegur og góður mórall um borð. Í fyrri túrnum var mjög mikið að gera og unnið allar vaktir og ekki laust við að maður hafi verið svolítið þreyttur eftir túrinn. Seinni túrinn var heldur rólegri og fengust því stundum smá pásur. Þess má nú geta að Þorvarður Lárusson SH var aflahæsti togbáturinn á Íslandi í febrúar og vonandi ná þeir því aftur í mars. Ég tók eitthvað af myndum þarna um borð sem munu birtast hérna fljótlega. Af áhöfninni á Þorvarði voru aðeins tveir menn sem ég hef róið með áður, þeir Illugi (frá Naustum) og Hlynur (aður kallaður Gubbi). Hlynur náði ekki að standa undir Gubba nafninu því hann ældi ekkert en þess í stað tók ég eftir hvað hann er orðinn svakalega snöggur í aðgerð og lest, enda var hann í uppeldisbúðum hjá mér á Grundfirðingi. Matsveinninn, Sævar (strandamaður) fær topp einkunn hjá mér fyrir góðan mat, hvort sem það var fiskur eða kjöt og einnig fyrir hvað hann er ótrúlega snöggur í aðgerð. Skipstjórinn var með eindæmum rólegur, stresslaus og ávalt með góðan húmor. Af öðrum góðum mönnum þarna voru Einar (stýrimaður), Kristófer (vélstjóri), Stebbi (vélavörður), Illugi (netamaður), Reynir Freyr, Hlynur (skipstjórasonur) og auðvitað ég.

31.8.2003

Í dag er síðasti dagurinn á kvótaárinu og eru því áramót á miðnætti.  Við ætlum að landa okkar afla þriðjudaginn 2.sept. og telst það því fyrsta veiðiferð næsta kvótaárs. Ég var að skoða hvað við fáum úthlutað miklum kvóta á næsta kvótaári og er það eftirfarandi:

Þorskur 435.390 kg,
Ýsa 63.835 kg,
Ufsi 15.758 kg,
Karfi 883 kg,
Langa 2.429 kg,
Keila 7 kg,
Steinbítur 118 kg,
Skötuselur 606 kg,
Grálúða 39 kg,
Skarkoli 73 kg,
Langlúra 1 kg,
Sandkoli 349 kg,
Þorskígildi 505.939 kg.

Við fáum reyndar að veiða miklu meira heldur en úthlutaður kvóti því stærstur hluti kvótans sem Soffanías Cecilsson hf. á er skráður á Sóley SH-124.  Okkur er skammtað á línunni c.a. 30 tonn af þorski á viku fram að jólum og getum við fengið slatta af meðafla í öðrum tegundum.  Eftir jól eigum við að fara aftur á net og á þá að fiska eins mikið og við getum.

30.08.2003

Dagurinn í dag var að ég held örlítið lakari en gærdagurinn.  Ég flakaði karfa í kvöld og ætla að elda hann annað kvöld.  Í hádeginu á morgun verð ég með lambalæri handa strákunum.  Núna þarf ég að elda 3 læri þar sem að ég er með 13 manns í mat, allt í stóra borðsalnum okkar.  SUNNUDAGS MYNDIR

Þetta eru hárfögrustu mennirnir um borð að fá sér kaffi og sígó. (helv…. ósiður!!!)

Þetta mun vera Daddi stýrimaður (Kjartan Jakob Valdimarsson)

Og þetta er sonur Jeppans (Poul Jepson) að bíða eftir matnum.

Þetta er Robert Weyer að slátra þorsk með bitlausum hníf (ekki mjög mannúðlegt eða hvað?)
Valmynd / Menu