Þessi dagur fyrir 20 árum er líklegast einn af mikilvægustu dögunum í lífi mínu. Hefur í raun haft áhrif á allt mitt líf síðar og ástæðan fyrir hvar ég er staddur í dag. Þetta er sannarlega lukkudagur því þá hitti ég konuna mína í fyrsta skipti og varð bara agndofa af fegurð hennar. Ég er sannarlega heppinn að sigla gegnum lífið með hana mér við hlið og svo höfum við eignast saman tvær yndislegar stelpur saman.
Til hamingju með daginn okkar!!!
Ætlum að njóta kvöldsins með sama fólkinu og fyrir 20 árum og fleirum sem eru hérna í framhaldinu!