30.08.2003

Dagurinn í dag var að ég held örlítið lakari en gærdagurinn.  Ég flakaði karfa í kvöld og ætla að elda hann annað kvöld.  Í hádeginu á morgun verð ég með lambalæri handa strákunum.  Núna þarf ég að elda 3 læri þar sem að ég er með 13 manns í mat, allt í stóra borðsalnum okkar.  SUNNUDAGS MYNDIR

Þetta eru hárfögrustu mennirnir um borð að fá sér kaffi og sígó. (helv…. ósiður!!!)

Þetta mun vera Daddi stýrimaður (Kjartan Jakob Valdimarsson)

Og þetta er sonur Jeppans (Poul Jepson) að bíða eftir matnum.

Þetta er Robert Weyer að slátra þorsk með bitlausum hníf (ekki mjög mannúðlegt eða hvað?)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *