04.09.2003

Í dag fór ég í skólann kl. 9:45 og gekk bara vel í skólanum.  Ég hitti Björn Kristján, Jón Sævar og Guðmund Pálsson í skólanum í dag.  Ég var kominn heim til Grundó kl. 15:30, en ég á að fara á sjóinn kl. 18.  Ég mæti reyndar kl. 17 því þá fæ ég kostinn úr Tanga.

02.09.2003

Í dag komum við í land í Grundarfirði rétt fyrir kl. 6. Ég þurfti að vera mættur í skólann kl. 9:45 og hafðist það. Þegar skólinn var búinn þurfti ég aðeins að útrétta en ég var kominn aftur heim í Grundó um kl. 21.

01.09.2023

Núna erum við að leggja af stað heim til Grundarfjarðar. Við erum búnir að fá skammtinn okkar c.a. 30 tonn af þorski + eitthvað af öðrum tegundum og gæti því heildar aflinn verið um eða yfir 40 tonn. Við eigum að vera komnir inn til löndunar fyrir kl. 7:00 í fyrramálið en ég þarf að vera mættur í vélskólann í Reykjavík kl. 9:45.

31.8.2003

Í dag er síðasti dagurinn á kvótaárinu og eru því áramót á miðnætti.  Við ætlum að landa okkar afla þriðjudaginn 2.sept. og telst það því fyrsta veiðiferð næsta kvótaárs. Ég var að skoða hvað við fáum úthlutað miklum kvóta á næsta kvótaári og er það eftirfarandi:

Þorskur 435.390 kg,
Ýsa 63.835 kg,
Ufsi 15.758 kg,
Karfi 883 kg,
Langa 2.429 kg,
Keila 7 kg,
Steinbítur 118 kg,
Skötuselur 606 kg,
Grálúða 39 kg,
Skarkoli 73 kg,
Langlúra 1 kg,
Sandkoli 349 kg,
Þorskígildi 505.939 kg.

Við fáum reyndar að veiða miklu meira heldur en úthlutaður kvóti því stærstur hluti kvótans sem Soffanías Cecilsson hf. á er skráður á Sóley SH-124.  Okkur er skammtað á línunni c.a. 30 tonn af þorski á viku fram að jólum og getum við fengið slatta af meðafla í öðrum tegundum.  Eftir jól eigum við að fara aftur á net og á þá að fiska eins mikið og við getum.

30.08.2003

Dagurinn í dag var að ég held örlítið lakari en gærdagurinn.  Ég flakaði karfa í kvöld og ætla að elda hann annað kvöld.  Í hádeginu á morgun verð ég með lambalæri handa strákunum.  Núna þarf ég að elda 3 læri þar sem að ég er með 13 manns í mat, allt í stóra borðsalnum okkar.  SUNNUDAGS MYNDIR

Þetta eru hárfögrustu mennirnir um borð að fá sér kaffi og sígó. (helv…. ósiður!!!)

Þetta mun vera Daddi stýrimaður (Kjartan Jakob Valdimarsson)

Og þetta er sonur Jeppans (Poul Jepson) að bíða eftir matnum.

Þetta er Robert Weyer að slátra þorsk með bitlausum hníf (ekki mjög mannúðlegt eða hvað?)