Í dag fór ég í skólann kl. 9:45 og gekk bara vel í skólanum. Ég hitti Björn Kristján, Jón Sævar og Guðmund Pálsson í skólanum í dag. Ég var kominn heim til Grundó kl. 15:30, en ég á að fara á sjóinn kl. 18. Ég mæti reyndar kl. 17 því þá fæ ég kostinn úr Tanga.
02.09.2003
Í dag komum við í land í Grundarfirði rétt fyrir kl. 6. Ég þurfti að vera mættur í skólann kl. 9:45 og hafðist það. Þegar skólinn var búinn þurfti ég aðeins að útrétta en ég var kominn aftur heim í Grundó um kl. 21.
01.09.2023
Núna erum við að leggja af stað heim til Grundarfjarðar. Við erum búnir að fá skammtinn okkar c.a. 30 tonn af þorski + eitthvað af öðrum tegundum og gæti því heildar aflinn verið um eða yfir 40 tonn. Við eigum að vera komnir inn til löndunar fyrir kl. 7:00 í fyrramálið en ég þarf að vera mættur í vélskólann í Reykjavík kl. 9:45.
31.8.2003
Í dag er síðasti dagurinn á kvótaárinu og eru því áramót á miðnætti. Við ætlum að landa okkar afla þriðjudaginn 2.sept. og telst það því fyrsta veiðiferð næsta kvótaárs. Ég var að skoða hvað við fáum úthlutað miklum kvóta á næsta kvótaári og er það eftirfarandi:
Þorskur 435.390 kg,
Ýsa 63.835 kg,
Ufsi 15.758 kg,
Karfi 883 kg,
Langa 2.429 kg,
Keila 7 kg,
Steinbítur 118 kg,
Skötuselur 606 kg,
Grálúða 39 kg,
Skarkoli 73 kg,
Langlúra 1 kg,
Sandkoli 349 kg,
Þorskígildi 505.939 kg.
Við fáum reyndar að veiða miklu meira heldur en úthlutaður kvóti því stærstur hluti kvótans sem Soffanías Cecilsson hf. á er skráður á Sóley SH-124. Okkur er skammtað á línunni c.a. 30 tonn af þorski á viku fram að jólum og getum við fengið slatta af meðafla í öðrum tegundum. Eftir jól eigum við að fara aftur á net og á þá að fiska eins mikið og við getum.
30.08.2003
Dagurinn í dag var að ég held örlítið lakari en gærdagurinn. Ég flakaði karfa í kvöld og ætla að elda hann annað kvöld. Í hádeginu á morgun verð ég með lambalæri handa strákunum. Núna þarf ég að elda 3 læri þar sem að ég er með 13 manns í mat, allt í stóra borðsalnum okkar. SUNNUDAGS MYNDIR