Leggjaekki.is (fúli kallinn)

Hvar á ég að leggja bílnum mínum?

Ég verð nú að segja að þetta fallega og besta bæjarfélag á Íslandi sem ég bý í og við Grundfirðingar erum alltaf að segja öllum að hér sé best að vera, stendur engan veginn undir slíkum fullyrðingum þessa daganna. Þegar að hérna snjóar smá tekur það marga daga að gera göturnar aksturshæfar og enn fleiri daga að gera íbúunum kleift að leggja ökutækjum sínum þannig að ekki skapist hætta af þeim. Á þriðjudaginn í síðustu viku kom ég heim úr Reykjavík og þá var byrjað að snjóa hérna. Það var líklegast 1 fet af jafnföllnum snjó hérna á miðvikudagsmorguninn og voru þá á ferðinni hin ýmsu tæki við að ryðja snjónum af götunum og sá ég þá eitt tæki sem notað var við að moka snjónum af gangstéttunum og hugsaði ég að það væri nú framför að gangandi vegfarendur væru ekki á miðjum götunum eins og oftast þegar snjóar. Þá varð mér nú hugsað að bæjarfélagið væri að standa sig vel í snjómokstri. Reyndar fannst mér þeir hafa mokað hinar ýmsu götur hálf skringilega og varla hægt að mæta bílum á sumum þeirra. Ég hugsaði með mér að best væri að geyma bílinn minn eitthvers staðar annars staðar en við húsið mitt þegar ég færi á sjóinn (s.l. fimmtudag) til að auðvelda snjómoksturstækjum að moka Borgarbrautina framan við húsið mitt. Þegar ég kem svo heim s.l. þriðjudagsmorgun og ek á bílnum mínum upp Borgarbrautina að heimili mínu sé ég að ekki hefur verið neitt gert í snjómokstri í tæplega 5 daga og gat ég með engu móti lagt bílnum mínum við húsið mitt g varð ég að leggja í næstu götu og var ég nú frekar fúll yfir þessu og var að spá í að hringja á bæjarskrifstofuna og kvarta. Sama dag sé ég á vef Grundarfjarðarbæjar tilmæli til fólks að leggja bílum sínum þannig að auðvelt sé að moka göturnar og hugsaði ég að þar með ætluðu þeir að gera hlutina almennilega og engin ástæða væri að hringja og vera með svívirðingar við starfsfólk bæjarins. En því miður er komið miðvikudagskvöld og lítið verið gert til að gera Borgarbrautina almennilega og ef eitthvað er þá er bara ennþá erfiðra að leggja bílnum við húsið mitt svo vel eigi að vera. Ég varð bara svo fúll yfir þessu að ég lagði bílnum mínum á miðri Borgarbrautinni, alveg við ruðninginn frá snjómoksturstækjunum og vona bara að hann verði sem mest fyrir umferðinni í fyrramálið þegar íbúar bæjarins aka börnunum í skólann. Í þau 18 ár sem ég hef búið í þessu húsi hefur verið hefð fyrir því að bílum sé lagt við gangstéttina allt árið en vegna snjóruðninga er ekki hægt að leggja nær gangstéttinni en 1,5 metra og ef þetta verður ekki lagað á morgun ætla ég að skilja bílinn eftir þarna á miðri götunni meðan ég er á sjó.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Valmynd / Menu