



Ég, fjölskyldan, vinnan, áhugamál og ýmsar sögur.



Fyrsta uppfærslan í 10 ár
Það var kominn tími til að uppfæra.
Ætla að reyna setja eitthvað hérna inn reglulega.
Hugleiðingar, gamlar sögur eða eitthvað óviturlegt sem fær fólk til að hlægja eða hugsa.
Velkominn á síðuna mína. Ég ætla að gera tilraun á árinu 2019 til að endurvekja þessa síðu og reyna skrifa eitthvað hérna reglulega ásamt að birta myndir.
Auk þess að gera gamalt efni af síðunni aðgengilegt líka.
Elín María stækkar og stækkar og er sífellt að upgötva nýja hluti er hún greinilega farinn að sjá ágætlega. Hún er farinn að geta gripið utan um hluti eins og hárið á mömmu sinni, hálsfesti og í hálsmálið á fötunum okkar þegar við höldum á henni. Hún er farinn að geta staðið í lappirnar með hjálp í nokrar sekúndur. Henni líkar líka vel við sjálfvirku róluna sína og sofnar þar stundum.
Elín María var síðast viktuð föstudaginn 16.maí og var hún þá orðin 4.680 grömm. Þann 29.maí fer hún í fyrstu heimsóknina á heilsugæslustöðina og verður meðal annars viktuð og lengdarmæld. Svo núna vill ég að þið giskið á hvað hún verður búinn að lengjast mikið og hvað hún verður þung/létt?




Vill byrja á að óska mömmu minni og öllum öðrum mömmum til hamingju með mæðradaginn!
Hef ekki verið duglegur að uppfæra en hérna kemur þó eitthvað.
Þegar Elín María fæddist var hún 3.520 grömm, en 6 daga var hún 3.580grömm, 17 daga var hún 4.150 grömm og loks 24 daga var hún orðin 4.420 grömm. Sem sagt þá er stúlkan mín litla búinn að þyngjast um 900 grömm frá fæðingarþyngd sem er bara hið besta mál. Hélt reyndar um daginn að ég gæti nú auðveldlega bara haldið á Elínu Maríu í fanginu og viktað okkur saman á hverjum degi til að sjá hvað hún er dugleg að stækka, vegna þess að ég er alltaf 99.990 grömm. Vegna þess hélt ég um tíma að stúlkan hefði þyngst töluvert meira, en við nánari eftirgrennslan var um tæknileg mistök að ræða.



BROS DAGSINS!!!!

