Þetta er búinn að vera áhugaverður dagur. Ég kom í land í morgun og ég og Palli vinur minn fórum í Stykkishólm að sinna ýmsum málum, m.a. fékk Palli skipsstjórnarréttindi á 30brt. og minni báta og því heldur hann því fram að hann sé núna skipstjórinn á bátnum okkar. Hann má svo sem trúa því en þá er ég bara útgerðarmaðurinn. (báturinn er 5,95cm og ekki réttindaskyldur). Svo vorum við Palli að vinna í bátnum í kvöld þegar við fengum Dadda og Jóa í heimsókn sem endaði með ferð á Kaffi 59. Það var margt skemmtilegt sem gerðist þar og náðum við að fá Óla Ólason til að stein drepast við borðið og svo gerðist sú skemmtilega tilviljun að í Grundarfirði var bæði SÓL & LOGN