Ég vill byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs

(nema þeim sem stal fisknum)

En annar er ég núna staddur í Budapest í Ungverjalandi og sit bara á flugvellinum að nördast á netinu og smakka ungverskan bjór.  Á sama tíma eru vinnufélagar mínir að taka beituna um borð og munu líklegast leggja í hann fljótlega.  Ég þarf hins vegar að sitja hérna örlítið lengur og svo síðar mun ég fljúga með Saab 340 flugvél til Chisinau í Moldavíu, öðru nafni „Farfaraway“.  Í morgun kom ég með Canadair Jet 200 flugvél sem er framleidd af sama fyrirtækinu og gerir Ski-doo (vélsleða), Sea-doo (sjóketti), Evenrude & Johnson (utanborðsmótora).  Þetta var 48 manna þota og var flughraðinn eitthvað á milli 850km/klst til 960km/klst.  Saab vélin sem ég mun fljúga með á eftir er hins vegar ekki nema 33 manna vél en maður hlítur að vera öruggur í Saab?.

Annars er ég reyndar langt á eftir upphaflegri áætlun því ég ætlaði að fljuga út 28.12 og koma til „farfaraway“ 29.12.  En svona er þetta bara stundum. Í gær eyddi ég hins vegar deginum í kóngsins Kaupmannahöfn.  Hafið þið hugsað út í þetta „kóngsins Kaupmannahöfn“?  Og þeir eiga ekki einu sinni kóng!  Bara Drottningarmann, drottningu og erfingja.

En agaleg snilld er þetta þráðlausa internet og allir þessir heitu reitir í heiminum sem hægt er að tengjast við.Átti nú reyndar ekkert sérstaklega von á að slíkt væri til staðar í Budapest, en er hins vegar nokkuð viss um að slíkt er ekki til staðar í „Farfaraway“ enda held ég að það sé líka farfaraway í tækni og tíma.  Mikið agalega er maður þó að verða þreyttur og svangur á að sitja bara á rassgatinu og nördast í tölvunni.  Svo bara spyr ég, hverjir vilja fá póstkort?

En svo ef ég kemst ekki í tengingu til að uppfæra síðuna mína þá skal ég reyna að skrifa eitthvað í „segðu þitt álit“

kv. frá Budapest 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Valmynd / Menu