Allt er orðið öðruvísi!!!

Það er ekki víst að maður sé búinn að fatta þetta almennilega, en það er mjög margt sem að verður öðruvísi við að verða pabbi.  Skrapp til Óla og Angelicu í gærkvöldi en þau voru með smá partý.  Konan komst auðvitað ekki þótt þetta væri í næsta húsi og ég stoppaði bara stutt.  Það verður sem sagt ekkert auðvelt að komast á mannamót á kvöldin þar sem allt mun snúast um prinsessuna.  En í gærkvöldi, í veislunni/partýinu þá vorum við nokkrir að spjalla um bíómyndir og svo bíóferðir og varð einum að orði að hann færi núna ekki nema c.a. tvisvar á ári í bíó og þá alltaf á barnamyndir, aldrei á stórmyndir sem honum langar að sjá sjálfum og þá sagði annar faðir, „ég get ekki svarað nema bræða úr heilanum“ en hann mundi ekkert eftir síðustu bíóferð en sagði að hún hefði örugglega verið áður en hann varð faðir fyrir rúmum 2 árum.

Svo á maður auðvitað eftir að sjá fullt af öðrum hlutum sem eru öðruvísi.

En það er reyndar búið að vera svaka gaman og ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.  En mér skylst að konan þurfi að hvíla sig sérstaklega vel þessa daganna því líðan hennar hafi mikil áhrif á barnið.  Þess vegna höfum við reynt að hafa það bara rólegt og höfum beðið marga sem hafa viljað koma og sjá dúlluna að bíða.  Reyndar komu Óli, Jolanta, Viktoría Ása & Frank í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Gat ekki séð betur en að Viktoría Ása hafi verið soldið hrifinn af littlu frænku sinni.

En nóg í bili.  Bara nokkrar myndir og svo smá getraun fyrir ykkur undir myndum dagsins!!!!!!!!

ENDILEGA SVARA!!!!!

Fyrsta myndin af fjölskyldunni!!!  f.v. Tatiana, Elín María & Bjarki (Lognið)

Elín María og ég (proud father)

Lítið barn, lítið vandamál!

Tatiana (the queen) & Elín María (the princess)

Spurning dagsins er:

Elín María er prinsessan.

Mamman (Tatiana) er drottningin.

Hvaða hlutverk hef ég þá???

Elín María fædd í dag!!!

Við eignuðumst í morgun kl. 06:08 yndislega stúlku og var hún við fæðingu 50cm löng og 3.520 grömm eða 14 merkur. Við höfum ákveðið að nefna prinsessuna okkar Elín María eftir ömmu hennar og langömmum. Tengdamamma mín í Moldavíu heitir María og móðir hans pabba míns hét María. Móðir hennar mömmu minnar hét Elínborg Ása og er Elín stytting á hennar nafni svo ættingjar Tatiönu eigi betra með að bera það fram.

Elín María og Tatiana (ástirnar mínar!!!)

Ég og Elín María (eða kannski Logn & Blíða og sólin skýn inn um gluggan)

Elín María kominn heim!!!

12.7.2005

Þá er ég í Luxemborg hjá Rúnar, Þóru, Daða, Ara og Ottó.

Ég setti upp hérna smá blogg-dótari sem ég er að prufa, en það ætti að gera mér kleift að setja inn efni þegar ég er erlendis og fer á netkaffihús.  Það er að segja ef þetta á annað borð virkar.  Er hætt að virka (2022)

25.5.2005

Þann 20. s.l. eignuðust Tommi og Rúna lítinn dreng og óska ég þeim innilega til hamingju með það.  Tommi er víst að springa úr stolti, en síðar mun hann væntanlega mæta dauðþreyttur í vinnuna eftir andvöku nætur heima hjá sér.

Svo fór víst að Selma greyið komst ekki upp úr undankeppni Eurovision og fannst mér það bara nokkuð fyndið.  En í staðinn þá varð Moldavía í 6. sæti og gáfu Íslendingar þeim víst 8 stig.  Moldavía fékk 12 stig frá tveimur þjóðum og voru það nágrannalöndin Úkraína og Rúmenía.  Svíjarnir enduðu í 19. sæti og er það langt fyrir neðan þeirra meðaltal í keppninni.

19.5.2005

Samkvæmt frétt á mbl.is í dag þá „Fulltrúar Moldavíu fengu bestar viðtökur á lokaæfingunni“  Svo ég spái að Ísland og Moldavía komist áfram í aðalkeppnina.  Fulltrúar Moldavíu syngja um ömmu gömlu sem lemur trommuna allan daginn. Reyndar voru strákarnir í Moldavísku hljómsveitinni að halda fyrir mig kveðjutónleika kvöldið áður en ég fór frá Moldavíu síðast og þá mættu eitthverjir tugir þúsunda af fólki í miðborgina í Chisinau. Svo spái ég því að Svíþjóð nái ekki á topp 10 í ár en ég held að þeir séu vanir að eiga betri lög en núna.

19.5.2005

Kom í land í gær úr veiðiferð sem verður líklegast ógleymd um langan tíma. Strax fyrsta morguninn varð ljóst að afleysingar maður sem við höfðum fengið var gjörsamlega ónothæfur, sem er ekki gott mál á skipi sem er mannað færri mönnum en gengur og gerist í línubátaflotanum. Það var nú samt mesta furða hvað strákarnir á morgunvaktinni voru hressir þegar þeir komu í hádegismat og gerðu mikið grín af frammistöðu drengsins sem fæddur var 1979. Næstu nótt flæktust fuglafælurnar í línunni á lögninni og slitnaði línan og varð úr nokkuð góð flækja sem kláraðist ekki að vinna fyrr en á landleiðinni og svo um kvöldið þegar komið var að slitinu og við vorum að taka niður slitinn rekka þá datt kokkurinn gegnum mannop á lestarlúgunni. Það vildi til happs að kokkurinn er hraustari, betur byggður og meiri karlmaður en almennt gengur og gerist, og því urðu aðeins minniháttar meiðsl á honum. Aðrir sem voru á dekkinu fengu því áfallahjálp en kokkurinn kaffi og súkkulaði sem hann felur fyrir áhöfninni. Svo loka daginn þá bæði slitnaði línan og þá bilaði stjórnborðs lensudæla á millidekkinu og þurfti því að taka dælu sem var bakborðs megin og setja í hennar stað og töfðumst við nokkuð við þetta og vorum það seint í landi að örugglega fór að sjóða á ónefndum yfirmanni vinnslunnar í landi.

Kokkurinn slasaði
Neðst vinstra megin sést línurekkinn sem kokkurinn var með á öxlinni þegar hann datt gegnum mannopið við enda rekkans. Einnig sést lína um allt dekk úr flækjunni og menn að greiða flækju hægra megin á myndinni.