13-14.5.2005

Þetta er búinn að vera áhugaverður dagur. Ég kom í land í morgun og ég og Palli vinur minn fórum í Stykkishólm að sinna ýmsum málum, m.a. fékk Palli skipsstjórnarréttindi á 30brt. og minni báta og því heldur hann því fram að hann sé núna skipstjórinn á bátnum okkar. Hann má svo sem trúa því en þá er ég bara útgerðarmaðurinn. (báturinn er 5,95cm og ekki réttindaskyldur). Svo vorum við Palli að vinna í bátnum í kvöld þegar við fengum Dadda og Jóa í heimsókn sem endaði með ferð á Kaffi 59. Það var margt skemmtilegt sem gerðist þar og náðum við að fá Óla Ólason til að stein drepast við borðið og svo gerðist sú skemmtilega tilviljun að í Grundarfirði var bæði SÓL & LOGN

15.5.2005

Lenti í smá vandræðum með eitthverja Argentíska hakkara sem stálu síðunni minni. Var nú reyndar fljótur að laga forsíðuna en lenti í smá vandræðum með myndaalbúmið mitt og síðuna hennar Viktoríu frænku. Ef þið finnið eitthvað sem ekki virkar á síðunni minni þá endilega láta mig vita.

30.4.2005

Þá er maður loksins heima, en er reyndar að fara á sjóinn í dag. Um daginn þegar ég var á Tjaldinum með Bjössa þá komum við í land á Akureyri, á sumardaginn fyrsta og flugum til Reykjavíkur. Þegar til Reykjavíkur kom fór ég að hjálpa móður minni að flytja í annað hús og svo fór ég með Óla bróðir heim til Grundarfjarðar. Daginn eftir mætti ég í vinnu kl. 8 um morguninn og fór svo á sjóinn um kvöldið. Komum svo aftur í land á þriðjudaginn og stoppuðum í 12 klst. Fórum svo aftur á sjóinn á þriðjudagskvöldið og komum á föstudagsmorgni (gær) í land, en þá fórum við Bjarni vélstjóri til Reykjavíkur og komum svo í gærkvöldi heim aftur. Þannig að ég er búinn að vera mjög lítið heima síðan 20 apríl s.l. Af þeim sökum hefur lítið verið uppfært á síðunni minni en ég hef samt aðeins verið að reyna koma inn nýjum myndum í nýja myndaalbúmið mitt sem má nálgast í valmyndinni vinstra megin á síðunni.

14.4.2005

Sæl öll, núna er ég víst kominn heim og farinn aftur!!! Kom til landsins á mánudaginn og er búinn að vera í Reykjavík að hjálpa mömmu og Friðjóni að flytja smá, en þau eru búinn að kaupa sér nýja íbúð og selja þá gömlu. Þau munu samt ekki flytja alveg fyrr en síðar í mánuðnum. Ég hins vegar kom til Grundarfjarðar í nótt um kl. 2 og fer/fór aftur fljótlega eftir það til Reykjavíkur aftur. Ég mun svo á morgun fljúga austur á Egilsstaði og taka rútu til Eskifjarðar þar sem ég mun fara á sjóinn með Bjössa á Tjaldi SH-270. Tjaldurinn sem er gerður út af Brim er á grálúðunetum. Ég mun svo koma í land aftur fimmtudaginn 21.apríl og kem til Grundarfjarðar fljótlega eftir það, þar sem vonandi verður farið á sjóinn á Grundfirðingi fljótlega eftir það. Eftir þennan túr með Tjaldinum verð ég á árinu búinn að vinna hjá öllum helstu útgerðarfyrirtækjum landsins þ.e. Soffaníasi Cecilssyni, Guðmundi Runólfssyni (3 dagar), Samherja (Sæból) (5dagar), Brim (7dagar) og Sæfelli (5 dagar).
Auk þessa að ferðast til 4 landa og fljúga tæplega 10.000km í 8 flugferðum. Öll ferðasagan og myndir munu svo væntanlega koma inn eftir að ég kem heim næst, en auðvitað lenti maður í smá ævintýrum, ýmist vegna hversu utan við mig ég get verið eða með ýmislega öðruvísi hluti í öðruvísi löndum.

22.3.2005

Þá er maður að fara leggja í hann til Budapest en þaðan mun ég svo fljúga til Rúmeníu. Það er ekki vitað hvenær ég verð í netsambandi næst og því óvíst hvenær hér verður uppfært næst.

21.3.2005

Í gær 20 mars átti Haraldur Róbert Magnússon afmæli!!!!!b

Í morgun lagði ég af stað til FarFarAway.  Fyrsti viðkomustaðurinn á leiðinni er Kaupmannahöfn, en þangað kom ég kl. 12 að Dönskum tíma í dag.  Ég byrjaði á að sækja farmiðanna fyrir seinni hluta ferðarinnar á flugvellinum í Kaupmannahöfn, en eftir að því var lokið ætlaði ég að skilja töskurnar eftir í geymsluhólfum á flugvellinum.  Þar sem eitthverjar framkvæmdir eru í gangi á Kastrup þá var ekki hægt að nota geymsluhólfin þar og fór ég því með allar töskurnar á aðaljárnbrautastöðina í geymsluhólf þar.  Síðan var tímanum eytt aðeins í borginni þar til kl. 15:30 að ég hitti elskulegu stjúpsystur mína (Helgu Stínu) á ráðhústorginu en þar höfðum við mælt okkur mót.  Við Helga fórum svo á kaffihús þar sem ég fékk mér Tuborg en hún kaffi.  Svo var farin smá skoðunarferð um, strikið, nýhöfnina, framhjá könungshöllinni en þar sást óperuhúsið einnig.  Svo fórum við heim til Helgu þar sem ég er að skrifa þennan texta.  Helga fór í söngtíma en þegar hún kemur til baka þá munum við fara eitthvað út að borða.