Það er víst ekki öll vitleysan eins, en eins og er þá hef ég ekki en fengið leyfi frá yfirvöldum í Moldavíu til að heimsækja landið og er staðan því ekki nógu góð. Ég hef þó nokkra valkosti í stöðunni og eru þeir: a) Held mínu striki og lendi í Moldavíu á þriðjudagskvöld og vona að pappírarnir verði klári en annars flytjast óviljugur í vinnubúðir í síberíu. b) Hringja í Sæma Rokk og biðja hann um að redda málunum, en hann er reyndar upptekinn af Bobby Fisher eins og er. c) Hringja í Steingrím J. og ganga í flokkinn hans og vonast til að kommunistastjórnin í Moldavíu gefi mér landvistarleyfi. d) Ég breyti ferðaáætluninni og hitti Tatiönu í Rúmeníu.
Ef ég vel kost D þá get ég notað tækifærið og heimsótt Dracula í Transilvaníu en Transilvanía er jú í Rúmeníu.
17.3.2005 Poul Jepson (Palli danski) á afmæli í dag!!! Til hamingju með afmælið Palli!!!
Þá er maður víst orðin skipamella og síðast á sjó hjá einu stærsta útgerðarfyrritæki Íslands, Samherja. Mig hefur nú lengi langað til að prófa fara á sjó með þeim bræðrum Jóa og Óla Sigga og því var nú gaman að fá tækifæri til að róa á Þorvarði Lárussyni. Jói er reyndar ekki þar um borð því hann er skipstjóri á erlendum togara og því er Óli Siggi skipstjóri. Ég fór þarna tvær veiðiferðir og var sú fyrri aðeins 42klst og seinni 3 dagar. Í báðum túrum var fullfermi. Það kom mér svolítið á óvart hvað vinnuaðstaða er góð þarna um borð og fer vel með menn. Einnig var mannskapurinn allur mjög skemmtilegur og góður mórall um borð. Í fyrri túrnum var mjög mikið að gera og unnið allar vaktir og ekki laust við að maður hafi verið svolítið þreyttur eftir túrinn. Seinni túrinn var heldur rólegri og fengust því stundum smá pásur. Þess má nú geta að Þorvarður Lárusson SH var aflahæsti togbáturinn á Íslandi í febrúar og vonandi ná þeir því aftur í mars. Ég tók eitthvað af myndum þarna um borð sem munu birtast hérna fljótlega. Af áhöfninni á Þorvarði voru aðeins tveir menn sem ég hef róið með áður, þeir Illugi (frá Naustum) og Hlynur (aður kallaður Gubbi). Hlynur náði ekki að standa undir Gubba nafninu því hann ældi ekkert en þess í stað tók ég eftir hvað hann er orðinn svakalega snöggur í aðgerð og lest, enda var hann í uppeldisbúðum hjá mér á Grundfirðingi. Matsveinninn, Sævar (strandamaður) fær topp einkunn hjá mér fyrir góðan mat, hvort sem það var fiskur eða kjöt og einnig fyrir hvað hann er ótrúlega snöggur í aðgerð. Skipstjórinn var með eindæmum rólegur, stresslaus og ávalt með góðan húmor. Af öðrum góðum mönnum þarna voru Einar (stýrimaður), Kristófer (vélstjóri), Stebbi (vélavörður), Illugi (netamaður), Reynir Freyr, Hlynur (skipstjórasonur) og auðvitað ég.
9.3.2005
Ekki fór svo að ég færi nema einn dag með Grettir og hef ég því aðeins róið 5 daga með þeim. Ég fór hins vegar á laugardagsmorguninn með Helga SH-135 til togveiða. Túrinn tók 72klst og var aflinn rétt rúmlega 2 gámar. Þetta vakti upp margar gamlar minningar að fara þarna um borð því þarna var margt líkt með Runólfi SH nema auðvitað allt minna. Þarna voru líka nokkrir fyrrverandi vinnufélagar, Addi skipstjóri, Hemmi vélavörður og Gummi Jóns. Þarna vantaði þó menn til að fullkomna samlíkinguna við Runólf. Mér sýndist Addi vera svipaður skipstjóri og Runni frændi hans, þ.e. afskaplega rólegur og laus við allt stress. Hemmi var þarna vélavörður en maður var vanur því að hann væri vaktformaður og áttaði ég mig ekki alveg á því fyrr en í miðjum túr að Hemmi hafði ekkert með dekkstjórn að gera lengur. Í þeirri stöðu var nú reyndar annar góður maður, Gummi Jóns en staðan kallast víst netamaður á þessu skipi. Þarna vantaði þó Vigga Runna sem var í frí en örugglega hefði verið gaman að hann þarna. Aðrir menn þarna um borð voru, Óli Fjalar (stýrimaður), Finni (matsveinn), Stebbi húsvörður (vélstjóri), Ásmundur Hólmari (háseti) og Villi bakari úr Hólminum (háseti). Af þessum mönnum hef ég áður verið á sjó með Óla Fjalari þegar hann leysti af einn túr sem stýrimaður á Grundfirðing, Villa þegar hann kom með sem háseti á Grundfirðing í Janúar og Ásmundi þegar hann kom eitthverja túra á Hring SH-535 þegar ég var að vinna þar.. Við þurftum víst að leita til hafnar í Grundarfirði í miðjum túr, því það brotnaði skórinn undan öðrum hleranum, og varð að skipta þeim út fyrir varahlerapar sem var í landi. Skipið er nú ekki nógu stórt til að geyma aukahlera um borð og er einnig aðeins eitt troll þarna. Á heimleiðinni var trollið allt yfirfarið og fékk ég þá að rifja aðeins upp bættningarkunnáttuna.
2.3.2005
Í gær fór ég á sjóinn með Grettir og á morgun fer ég víst með þeim og verð líklegast með þeim fram á laugardag. Greinilegt að Hólmararnir geta ekki án mín verið. Vonandi breytist maður ekki í Hólmara af þessu öllu. Í dag gerði ég reyndar mjög lítið. Fór í kaffi til Dadda og svo eldaði ég mér kjúklinganagga fyllta með hvítlauksosti. Var þetta mjög gott en ég er alla jafna mjög latur við að elda heima hjá mér. Svo er reyndar á dagskránni að elda nautasteik fyrir Frank og Storminn í Stykkishólmi á laugardaginn.
26.2.2005
Í gær og í dag fór ég með Grettir SH-104 til netaveiða í Breiðafirði. Það er alltaf gaman að koma um borð í önnur skip og sjá hvernig menn vinna hlutina, önnur vinnubrögð, önnur andlit, önnur vinnuaðstað og fl. Grettir er stuttur og breiður á meðan Grundfirðingur er langur og mjór. Ég fer víst ekki aftur með þeim í bráð en Steini mætir aftur á mánudaginn, en hann eignaðist víst son í gær og óska ég honum bara til hamingju með enn einn erfingjann. En ef eitthver fer í frí þá mun Óskar hringja í mig.
Ég fékk víst þær fréttir í dag frá FarFarAway að ég komist ekki þangað fyrr en eftir 2-3 vikur og að mínum dómi er það allt of löng bið og mun það væntanlega stytta fyrirhugaða ferð eitthvað.
24.2.2005
Ég fer víst á sjóinn með Grettir SH-104 frá Stykkishólmi. Núna mun ég leysa kayaka Steina af, en hann leysti mig af á Grundfirðingi þegar ég var í FarFarAway. Steini fer í nokkra daga barneignarfrí, svona rétt á meðan konan er að eiga.
